Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 11:20
Fótbolti.net
Þjálfari Þróttar og fjórir leikmenn Aftureldingar í sóttkví í gær
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leik með Aftureldingu.
Frá leik með Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, var fjarri góðu gamni í gær þegar liðið tapaði 4-2 gegn Keflavík í Lengjudeildinni.

„Gunni Guðmunds var í sóttkví og stýrði ekki Þrótturum," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Srdjan Rajkovic, aðstoðarþjálfari Þróttar, stýrði liðinu í leiknum í Keflavík í gær.

Vonir standa til Gunnar losni úr sóttkví á fimmtudag. Gunnar gæti þá stýrt Þrótti í næsta leik sem er á heimavelli gegn ÍBV á laugardaginn.

Þróttur er í fallbaráttu í Lengjudeildinni en liðið er með tólf stig í tíunda sæti, með einu marki betri markatölu en Leiknir Fáskrúðsfirði í ellefta sætinu.

Sendir í sóttkví rétt fyrir leik
Fjórir ungir leikmenn Aftureldingar voru sendir í sóttkví rétt fyrir leik liðsins gegn Víkingi Ólafsvík í Lengjudeildinni í gær.

„Korter í mætingu hjá okkur þá fáum við að vita það að upp hafi komið smit í 2. flokki. Strákarnir þar voru á 2. flokksæfingu um helgina og þeir sem voru á þeirri æfingu þurftu að fara í sóttkví. Það voru fjórir strákar sem áttu að vera í hóp í dag sem þurftu frá að hverfa," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn.

„Það þurfti að finna önnur ráð og við tókum inn strák úr 3. flokki í hópinn og tvo stráka sem voru tæpir vegna meiðsla. Svo var ég sjálfur skráður sem leikmaður á skýrslu til að fylla bekkinn."

Magnús segist þó ekki hafa verið nálægt því að skipta sjálfum sér inn í leiknum.

„Það hefði þurft ansi mikið á að ganga til að ég hefði sett mig inná," segir Magnús en Afturelding vann leikinn 1-0.
Magnús Már: Við sigldum sigrinum í höfn
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner