Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fös 22. september 2023 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Ekkert leyndarmál að við viljum skoða að taka hann yfir
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum ÍR, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. ÍR endaði í 2. sæti 2. deildar í sumar og verður liðið í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Ívan Óli Santos kom í ÍR á láni frá Gróttu í glugganum og skoraði hann tíu mörk í tíu leikjum fyrir ÍR.

Árni var spurður hvort að ÍR myndi vilja halda honum áfram hjá félaginu en Ívan er einmitt uppalinn í ÍR.

„Hann var virkilega flottur í sumar, virkaði mjög vel fyrir okkur að fá hann. Hann er með samning (við Gróttu) og ég held það sé ekkert leyndarmál að við viljum alveg skoða að taka hann yfir," sagði Árni.

Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, var spurður í vikunni hvort ÍR hefði sett sig í samband við Gróttu vegna Ívans Óla. Þorsteinn svaraði þeirri fyrirspurn neitandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner