Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 22. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Eðlilega fannst mér við töluvert betri í fyrri hálfleik, við erum 3-0 yfir þegar það er stutt í hálfleikinn. Við fáum á okkur mark á síðustu sekúndunni sem gerir þetta aðeins erfiðara. En við höfðum alveg fulla trú á að við myndum skora fleiri og ná að setja þetta í framlengingu eða vinna þetta. Þannig ég er bara hrikalega ánægður með liðið í dag."


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans vann Keflavík 3-2 í dag. ÍR tapaði hinsvegar fyrri leiknum 4-1 og þeir komast þá ekki í úrslitaleikinn í umspilinu.

„Við töluðum um það að við ætluðum að reyna að ná marki fyrsta korterið. Þegar að fyrsta markið kom þá kemur skjálfti í hina, við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst þannig við lögðum mikla áherslu á að ná marki í byrjun og setja leikinn upp í loft. Það virkaði vel, en hrós á Keflavík að hafa komið til baka. Ég bara óska þeim til hamingju að vera komnir áfram."

ÍR-ingar voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleik en voru ekki jafn sterkir í seinni. Það varð þeim á endanum að falli.

„Fljótt á litið held ég að það hafi farið gríðarleg orka í fyrri hálfleikinn. Planið var að leggjast aðeins til baka eftir fyrstu 20 mínúturnar, en mér fannst við vera bara með þá. Þannig við fórum á þá og komumst í 3-0. Ég held að við höfum kannski eytt of mikiklli orku, svo fáum við höggið að fá markið á okkur. Svo skiptir Keflavík tveimur frábærum leikmönnum inn á í hálfleik og styrkja liðið sitt. Þannig þetta hefur bara verið samspil af mörgum þáttum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner