Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
   sun 22. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Eðlilega fannst mér við töluvert betri í fyrri hálfleik, við erum 3-0 yfir þegar það er stutt í hálfleikinn. Við fáum á okkur mark á síðustu sekúndunni sem gerir þetta aðeins erfiðara. En við höfðum alveg fulla trú á að við myndum skora fleiri og ná að setja þetta í framlengingu eða vinna þetta. Þannig ég er bara hrikalega ánægður með liðið í dag."


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans vann Keflavík 3-2 í dag. ÍR tapaði hinsvegar fyrri leiknum 4-1 og þeir komast þá ekki í úrslitaleikinn í umspilinu.

„Við töluðum um það að við ætluðum að reyna að ná marki fyrsta korterið. Þegar að fyrsta markið kom þá kemur skjálfti í hina, við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst þannig við lögðum mikla áherslu á að ná marki í byrjun og setja leikinn upp í loft. Það virkaði vel, en hrós á Keflavík að hafa komið til baka. Ég bara óska þeim til hamingju að vera komnir áfram."

ÍR-ingar voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleik en voru ekki jafn sterkir í seinni. Það varð þeim á endanum að falli.

„Fljótt á litið held ég að það hafi farið gríðarleg orka í fyrri hálfleikinn. Planið var að leggjast aðeins til baka eftir fyrstu 20 mínúturnar, en mér fannst við vera bara með þá. Þannig við fórum á þá og komumst í 3-0. Ég held að við höfum kannski eytt of mikiklli orku, svo fáum við höggið að fá markið á okkur. Svo skiptir Keflavík tveimur frábærum leikmönnum inn á í hálfleik og styrkja liðið sitt. Þannig þetta hefur bara verið samspil af mörgum þáttum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner