Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. október 2021 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð ónotaður varamaður í stóru tapi
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mainz 4 - 1 Augsburg
1-0 Karim Onisiwo ('10 )
2-0 Stefan Bell ('15 )
3-0 Jonathan Michael Burkardt ('26 )
3-1 Andi Zeqiri ('69 )
4-1 Jonathan Michael Burkardt ('71 )

Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason var ónotaður varamaður þegar Augsburg tapaði fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var 2-0 eftir 15 mínútur og áður en hálftími var kominn á klukkuna, þá var staðan 3-0.

Andi Zeqiri minnkaði muninn fyrir Augsburg á 69. mínútu en tveimur mínútum síðar skoraði Jonathan Michael Burkardt fjórða mark Mainz.

Alfreð hefur spilað fimm mínútur það sem af er þessu tímabili. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu mánuði.

Augsburg hefur byrjað þetta tímabil frekar illa og er liðið í 16. sæti af 18 liðum með sex stig eftir átta leiki. Mainz er í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner