Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cuadrado annar sem framlengir við Juventus í vikunni
Cuadrado og Emil Hallfreðsson.
Cuadrado og Emil Hallfreðsson.
Mynd: Getty Images
Kólumbíski kantmaðurinn Juan Cuadrado hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Juventus til 2022.

Hinn 31 árs gamli Cuadrado kom til Juventus fyrst árið 2015 á láni frá Chelsea. Hann var aftur lánaður sumarið 2016 og fór svo að Juventus keypti hann sumarið 2017 fyrir 20 milljónir evra.

Cuadrado hefur með Juventus unnið ítölsku úrvalsdeildina fjórum sinnum, ítalska bikarinn þrisvar og Ofurbikarinn á Ítalíu einu sinni.

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, hefur á þessu tímbili notað Cuadrado mikið sem hægri bakvörð vegna meiðslavandræða.

„Ég er mjög ángæður og spenntur að halda sögu minni áfram hjá Juventus," sagði Cuadrado við Youtube-rás Juventus.

Cuadrado er annar leikmaðurinn sem skrifar undir samning Juventus í þessari viku. Miðvörðurinn Leonardo Bonucci framlengdi til 2024 fyrr í vikunni.

Juventus er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, en liðið mætir Atalanta á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner