Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 22. nóvember 2020 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Bruyne pirraður: Í fyrsta sinn á ferlinum kann ég ekki reglurnar
Mynd: Getty Images
„Allir vita að boltinn fór í hann þarna [sjá myndband hér að neðan], í hreinskilni kann ég ekki reglurnar. Þeim hefur verið breytt," sagði Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, eftir tap gegn Tottenham í gær.

Hann ræðir þar jöfnunarmark Aymeric Laporte en markið kom eftir undirbúning frá Gabriel Jesus. Markið var dæmt af þar sem Jesus notaði hendina.

„Ég hef spilað sem atvinnumaður í 12 ár og fyrstu níu árum voru engar reglubreytingar en síðustu þrjú ár hafa verið margar breytingar. Ég veit ekki af hverju."

„Þeir sem semja reglurnar eiga vera þeir sem eru í fótbolta,"
bætti de Bruyne við.




Athugasemdir
banner
banner