Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 22. nóvember 2020 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert byrjaði í góðum sigri AZ Alkmaar
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið fékk Emmen í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni.

Varnarmaðurinn Bruno Martins Indi skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu.

Albert var tekinn af velli á 78. mínútu en AZ náði að landa sigrinum án þess að skora fleiri mörk.

Albert hefur verið frábær í liði AZ á þessu tímabili eftir að hafa verið meiddur mikið á síðustu leiktíð. Albert er búinn að skora fimm mörk í átta keppnisleikjum á tímabilinu. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig.
Athugasemdir
banner