Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 22. nóvember 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp útilokar að taka við þýska landsliðinu á næstunni
Jürgen Klopp er ánægður hjá Liverpool og er ekki að hugsa um þýska landsliðið
Jürgen Klopp er ánægður hjá Liverpool og er ekki að hugsa um þýska landsliðið
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, útilokar það að taka við þýska landsliðinu á næstunni en hann var spurður út í stöðuna á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester.

Þjálfaraferill Klopp er magnaður en hann hefur stýrt bæði Mainz og Borussia Dortmund við góðan orðstír í Þýskalandi áður en hann tók við Liverpool árið 2015.

Hann hefur stýrt liðinu í fimm ár og er með samning til 2024 en þá hefur hann í hug að snúa sér að öðru. Draumur hans er að þjálfa þýska landsliðið einn daginn en útilokar þó að það verði á næstunni.

Joachim Löw hefur þjálfað þýska landsliðið frá 2006 en liðið tapaði fyrir Spánverjum á dögunum, 6-0, og hefur staða hans verið rædd í þýsku miðlunum. Klopp hefur verið orðaður við stöðuna síðustu ár en er þó ekki tilbúinn að taka við liðinu.

„Vá. Ég held að þetta sé sú spurning sem ég hef svarað oftast í lífinu. Ég væri kannski til í að taka við liðinu í framtíðinni en ekki núna. Ég hef engan tíma. Ég er með starf og það er frekar mikið að gera þar," sagði Klopp.

„Ég er ekki viss um ef einhver hefur spurt um mig en ef þeir vissu ekki af því þá er ég með vinnu hjá Liverpool og þó veðrið sé aftur orðið slæmt þá er þetta fínt starf."

„Ég ber ábyrgð á mörgum hlutum hér þannig ég ætla ekki að fara og leita mér að annarri áskorun. Ég er með nóg af þeim þegar ég vakna á morgnana,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner