Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Koeman um varnarleikinn: Þetta er áhyggjuefni
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, var ósáttur með varnarleik liðsins í 1-0 tapi liðsins gegn Atlético Madríd í spænsku deildinni í gær. Þetta var þriðja tap liðsins á stuttum tíma.

Börsungar hafa unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum liðsins í deildinni en liðið gæti endað í neðri hluta deildarinnar eftir þessa umferð.

Yannick Ferreira-Carrasco skoraði eina mark Atlético í leiknum í gær eftir skógarhlaup Marc-André Ter Stegen en Koeman setti spurningamerki við varnarleikinn. Gerard Pique, lykilmaður í vörninni, meiddist í leiknum í gær og óvíst hversu lengi hann verður frá og bætti það því gráu ofan á svart.

„Þetta er áhyggjuefni. Það að fá á okkur svona mark fyrir stórt lið eins og Barcelona, það bara má ekki gerast. Þetta er 47. mínútu og við vorum með boltann en svo skora þeir," sagði Koeman.

„Við vorum að stjórna þessum leik og við vissum að það yrði erfitt að skapa mörg færi. Við fengum nokur færi í stöðunni 0-0 og leikurinn hefði þróast allt öðruvísi ef við hefðum nýtt færin."

„Ég ber ábyrgð á úrslitum liðsins eins og allir aðrir þjálfarar gera,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner