banner
   mán 22. nóvember 2021 12:00
Fótbolti.net
„Hvernig stendur á því að hann ber einn ábyrgð?"
McKenna, Phelan, Solskjær og Carrick.
McKenna, Phelan, Solskjær og Carrick.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það vakti athygli í gær, þegar Ole Gunnar Solskjær var látinn fara frá Manchester United, að hann einn var látinn taka pokann sinn. Enginn annar úr hans starfsliði var látinn fara.

Rætt var um það í hlaðvarpsþættinum Enski extra í gær. Þeir Sæbjörn Steinke, Egill Sigfússon og Aksentije Milsiic ræddu málin.

„Ég velti fyrir mér, auðvitað átti að reka Solskjær - við erum allir sammála því, en hvernig stendur á því að hann ber einn ábyrgð? Það er enginn úr starfsliðinu rekinn, bara hann," sagði Egill.

„Ef við förum yfir mennina í kringum hann: Michael Carrick - engin reynsla. Kieran McKenna var leikmaður hjá unglingaliðum Spurs og þjálfari hjá yngri landsliðum Norður-Írlands. Svo ertu með Mike Phelan, var flottur með Sir Alex Ferguson en drullaði svo með Hull og fékk nýjan samning um daginn. Til hvers var það?" spurði Aksentije.

„Ég veit það ekki, er hann ekki bara stemningskall í þessu teymi?" velti Sæbjörn fyrir sér.

„Jú, segir það ekki bara allt?" sagði Aksentije og hló.

„Það sem ég hef lesið er að Carrick og McKenna sjái um æfingar og leikáætlun. Það er það sem er hörmung hjá Manchester United - leikáætlunin. Þeir geta ekki pressað, þetta er eitt stærsta lið í heimi og þeir geta ekki pressað," sagði Egill.

„Við þrír vorum á leiknum á móti Manchester City, sáum þar einhverja hálfpressu og City átti 1-2 sendingar og voru komnir í skyndisókn. Maður trúði ekki því sem var að horfa á. Við vorum að þvinga hlutunum, vorum rétt svo að fá brot og það var allt svo erfitt. Á meðan það var svo gott flæði á öllu hjá City," sagði Aksentije.

„Mér fannst 2-0 tapið gegn City verra en 5-0 tapið gegn Liverpool, við vorum það langt frá því að gera eitthvað gott í þeim leik," sagði Sæbjörn.

Umræðuna má nálgast í spilaranum að neðan.
Enski extra - Ole ekki lengur við stýrið
Athugasemdir
banner
banner
banner