Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. desember 2022 09:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martinez til Man Utd? - Rabiot orðaður við Tottenham
Powerade
Martinez er orðaður við Manchester United.
Martinez er orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Endar Rabiot í London?
Endar Rabiot í London?
Mynd: Getty Images
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir dagar í jól en slúðrið tekur sér enga hvíld. Hér er slúðurpakki dagsins.

Heimsmeistarinn Lionel Messi (35) hefur samþykkt nýjan samninng hjá Paris Saint-Germain sem mun gilda til ársins 2024. (Le Parisien)

PSG ætlar ekki að leyfa Kylian Mbappe (24) að fara í janúar og mun aðeins selja hann næsta sumar fyrir býsna gott tilboð. (Ben Jacobs)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur ýtt undir það að Joao Felix (23) sé til sölu. (Goal)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Vasco da Gama um kaup á brasilíska miðjumannninum Andrey Santos (18) fyrir 17,5 milljónir punda. (Globo)

Tottenham leiðir kapphlaupið um Adrien Rabiot (27), miðjumann Juventus og franska landsliðsins. (Corriere dello Sport)

Manchester United hefur áhuga á Emiliano Martinez (30), markverði Aston Villa og argentínska landsliðsins. Hann hjálpaði Argentínu að vinna HM um síðustu helgi. (Football Insider)

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu eru að reyna að hjálpa Al-Nassr, félagi þar í landi, að semja við portúgölsku ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo (37). (Ben Jacobs)

Þýska félaginu Eintracht Frankfurt var boðið að semja við Ronaldo en hafnaði því. (DAZN)

Xavi, þjálfari Barcelona, er búinn að sannfæra miðjumanninn Sergio Busquets (34) um að klára tímabilið með félaginu í staðinn fyrir að fara til Inter Miami í Bandaríkjunum strax í janúar. (Sport)

Raphinha (26), leikmaður Barcelona, gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann var seldur frá Leeds til Börsunga síðasta sumar en hefur ekki fundið taktinn í Katalóníu. (Sport)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að markaðurinn er möguleiki í leit að leiðum til að leysa meiðslin sem Gabriel Jesus (25) er að glíma við. (Mirror)

Guillermo Ochoa (37), markvörður mexíkóska landsliðsins, lendir á Ítalíu í dag þar sem hann mun ganga frá samningi við Salernitana. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner