Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 23. janúar 2021 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Gerðum allt sem við gátum til að fá hann
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Mér fannst aðeins vanta taktinn á móti Grindavík en mér fannst þessi leikur í dag vera ljómandi góður og skref fram á við," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í mótinu, 3-0 gegn Grindavík og 6-1 í dag.

Davíð Örn Atlason gekk í raðir Blika á dögunum og Óskar er ánægður með að fá hann inn í hópinn.

„Hann er frábær viðbót við hópinn. Það var ekki alveg augljóst hver væri hægri bakvörður í liðinu og þegar við áttum möguleika á að fá hann, þá gerðum við allt sem við gátum til að fá hann. Hann kemur til með að styrkja okkur innan vallar sem utan vallar."

Er von á fleiri leikmönnum? „Nei, nei... leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl og við erum alla daga að hugsa hvernig við getum bætt hann. Getum við bætt hann með öðrum leikmönnum? Getum við bætt hann með að bæta æfingarnar? Um leið og þú hættir að hugsa um það, þá ertu sennilega ekki að vinna vinnuna þína. Ég ætla að lofa sem minnstu en við erum afskaplega ánægðir með hópinn eins og hann er í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner