Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   lau 23. janúar 2021 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Gerðum allt sem við gátum til að fá hann
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Mér fannst aðeins vanta taktinn á móti Grindavík en mér fannst þessi leikur í dag vera ljómandi góður og skref fram á við," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í mótinu, 3-0 gegn Grindavík og 6-1 í dag.

Davíð Örn Atlason gekk í raðir Blika á dögunum og Óskar er ánægður með að fá hann inn í hópinn.

„Hann er frábær viðbót við hópinn. Það var ekki alveg augljóst hver væri hægri bakvörður í liðinu og þegar við áttum möguleika á að fá hann, þá gerðum við allt sem við gátum til að fá hann. Hann kemur til með að styrkja okkur innan vallar sem utan vallar."

Er von á fleiri leikmönnum? „Nei, nei... leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl og við erum alla daga að hugsa hvernig við getum bætt hann. Getum við bætt hann með öðrum leikmönnum? Getum við bætt hann með að bæta æfingarnar? Um leið og þú hættir að hugsa um það, þá ertu sennilega ekki að vinna vinnuna þína. Ég ætla að lofa sem minnstu en við erum afskaplega ánægðir með hópinn eins og hann er í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner