Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 19:41
Victor Pálsson
Þýskaland: Bremen fór illa með Hertha
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin 1 - 4 Werder Bremen
0-2 Davie Selke('10, víti)
0-2 Omer Toprak('29)
1-2 Jhon Cordoba('45)
1-3 Leonardo Bittencourt('57)
1-4 Joshua Sargent('77)

Síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið en Hertha Berlin og Werder Bremen áttust við í Berlín.

Það var í raun aðeins eitt lið á vellinum í þessari viðureign en Bremen fór illa með heimaliðið í öruggum sigri.

Bremen skoraði fjögur mörk gegn aðeins einu frá Hertha og lyfti sér upp í 12. sæti deildarinnar með þremur stigum.

Hertha er í vandræðum í botnbaráttunni og er tveimur stigum frá fallsæti - Köln er í 17. sætinu og á leik til góða á Hertha.

Leonardo Bittencourt var besti maður vallarins í kvöld en hann skoraði mark og lagði upp fyrir Bremen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner