Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 15:06
Elvar Geir Magnússon
Allt klárt fyrir undirskrift Perrone hjá Man City
Mynd: Getty Images
Maximo Perrone, tvítugur argentínskur miðjumaður hjá Velez Sarsfield, mun skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Englandsmeistara Manchester City þegar þátttöku hans með Argentínu á Suður-ameríska U20 mótinu lýkur.

Manchester City kaupir leikmanninn unga á 8,2 milljónir punda.

Perrone hefur spilað 33 leiki fyrir Velez á tímabilinu, skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar.

Perrone er varnarsinnaður miðjumaður sem er hugsaður fyrir framtíðina en hann mun þurfa að bjerast við Rodri og Kalvin Phillips um sæti í liðinu. City hefur hafið viðræður við Ilkay Gundogan um nýjan samning en hann er með tilboð frá Barcelona.


Athugasemdir
banner