Klaus Allofs, þjálfari Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi, hefur tjáð sig um áhuga félagsins á Kristian Nökkva Hlynssyni.
Kristian er líklega á förum frá Ajax áður en félagaskiptaglugginn lokar á næstu dögum. Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Kristian á tímabilinu og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
Kristian er líklega á förum frá Ajax áður en félagaskiptaglugginn lokar á næstu dögum. Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Kristian á tímabilinu og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
Þessi efnilegi leikmaður hefur verið orðaður við Düsseldorf, sem leikur í þýsku B-deildinni. Þar eru fyrir tveir Íslendingar en Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal spila fyrir félagið.
„Hann er klárlega áhugaverður einstaklingur sem við erum að skoða," segir Allofs um Kristian en hann bætti svo við að þýska félagið væri einnig að skoða fleiri leikmenn.
Kristian, sem er afar spennandi leikmaður, er samningsbundinn Ajax til 2026.
Athugasemdir