Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta voru karlmenn gegn krökkum"
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Manchester City hafi verið heppið að fá aðeins á sig fjögur mörk gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær.

Man City náði 0-2 forystu í París en missti það niður og tapaði leiknum 4-2.

Carragher var ekki hrifinn af frammistöðu City í leiknum og sagði hann að sigurinn hafi verið mjög svo verðskuldaður.

„Það farið illa með þá í seinni hálfleik og þetta voru karlmenn gegn krökkum," sagði Carragher en City virtist ekki ráða við ákefðina í leiknum.

„Þeir voru heppnir á endanum að hafa bara fengið á sig fjögur mörk. Þetta hefði getað verið verra."

City hefur ekki átt gott tímabil og það hefur gengið illa í bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner