Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher: Þetta er ekki ásættanlegt lengur
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gerði marga stuðningsmenn reiða eftir ummæli sín í 2-0 tapi liðsins gegn Everton í grannaslagnum um helgina en hann gagnrýndi liðið fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum.

Það gengur ekkert upp hjá Englandsmeisturunum þessa dagana en Liverpool tapaði fyrir Everton á Anfield í fyrsta sinn frá árinu 1999.

Mikil meiðsli hafa herjað liðið og vantar mikið af mikilvægum leikmönnum en Carragher er þó hættur að hlusta á þær afsakanir og beti á það í lýsingu á leiknum um helgina.

Hann útskýrði mál sitt í Monday Night Football á Sky í gær.

„Ég gagnrýndi Liverpool mikið í lýsingunni á grannslagnum og það hefur farið fyrir brjósti á einhverjum stuðningsmönnum," sagði Carragher.

„Ég hef verið að rýna í Liverpool-liðið síðustu þrjú ár á þeirra bestu árum með Klopp og komið í þessum þáttum og sagt frá því en aðrir stuðningsmenn segja að ég sé litaður í garð Liverpool."

„Englandsmeistarar, Evrópumeistarar og besta lið heims. Það er ekki hægt að segja neitt neikvætt en núna er það hægt. Ef þetta hefur farið fyrir brjóstið á stuðningsmönnum félagsins þá ætla ég ekki að biðjast afsökunar. Það sem þetta lið hefur afrekað er magnað og allir elska þá en það þýðir ekki að þeir séu undanþegnir gagnrýni."

„Liverpool vantar miðverði og miðjumenn eru að spila í þeirri stöðu en það þýðir ekki að liðið geti ekki unnið heimaleiki gegn Everton, Brighton, Burnley og WBA. Þetta er ekki afsökun fyrir staka leiki. Það skiptir ekki máli hvað vandamálið er en sem leikmaður Liverpool getur það ekki gerst að þú vinnir ekki sex heimaleiki í röð. Það er ekki ásættanlegt."

„Þeir verða að finna leið til að vinna. Ég vil ekki nota Virgil van Dijk sem afsökun því Liverpool byrjaði leikinn gegn Everton með tíu leikmenn í Evrópumeistaraliðinu. Þess vegna er þetta ekki afsökun en það væri hægt að breyta leikkerfinu og bæta við sóknarsinnuðum leikmanni í kerfið."

„Þeir geta fært vörnina aðeins aftar, kannski níu metra eða svo. Kabak er í basli, Ben Davies er að koma inn og Nat Phillips mun spila og þeir þurfa meiri vernd,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner