Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Davíð Kristján fór alveg í kleinu í fatabúð í Bandaríkjunum
Meek Mill
Meek Mill
Mynd: Getty Images
Þeir Tryggvi Hrafn, Höskuldur, Stefán Teitur, Davíð Kristján og Kristján Flóki í Bandaríkjunum
Þeir Tryggvi Hrafn, Höskuldur, Stefán Teitur, Davíð Kristján og Kristján Flóki í Bandaríkjunum
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Kristján Flóki Finnbogason var í viðtali við Fótbolta.net sem birtist í gær.

Viðtalið:
Flóki stefnir aftur út - „Vorum eins og Trezeguet og Del Piero"

Þar svaraði Flóki spurningum um heimkomuna í KR, síðasta tímabil, A-landsliðið og atvinnumennsku.

„Að spila fyrir landsliðið er ólýsanleg tilfinning og ég hef ekki sungið mitt síðasta á því sviði, ég stefni auðvitað á að spila fleirri leiki. Verkefnið í Bandaríkjunum var skemmtilegt og lærdómsríkt," sagði Flóki um landsliðsverkefnið fyrir rúmu ári síðan.

En gerðist eitthvað skemmtilegt þar utan vallar?

„Það kemur ein skemmtileg saga upp í hugann þegar ég og nokkrir strákar hittum rapparana Meek mill og Lil Pump í einhverri fatabúð. Ég er nú ekki mannglöggasti maður í heimi en Davíð Kristján fór alveg í kleinu og benti mér á hverjir þetta voru. Við nýttum tækifærið og tókum í spaðann á Meek Mill og ég hef verið 'die hard fan' síðan þá."


Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Álasund

Viðtalið:
Flóki stefnir aftur út - „Vorum eins og Trezeguet og Del Piero"
Athugasemdir
banner
banner
banner