Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 09:17
Magnús Már Einarsson
Klopp er hrifinn af White - Tekur Nagelsmann við Tottenham?
Powerade
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, er efstur á óskalista Tottenham ef að Jose Mourinho verður rekinn. (Telegraph)

Juventus og Inter hafa blandað sér í baráttuna um Sergio Aguero (32) framherja Manchester City. Aguero hefur einnig rætt við Barcelona og Atletico Madrid. (Sun)

PSG ætlar að reyna að fá Hector Bellerin (25) frá Arsenal í sumar en Barcelona hefur einnig áhuga. (CBS Sports)

Manchester United hafnaði beiðni West Ham um að hafa klásúlu í lánsssamningi Jesse Lingard (28) um að hann gæti verið keyptur á ákveðna upphæð eftir tímabilið. (Times)

Toni Freixa, sem ætlar að verða forseti Barcelona, telur að félagið geti keypt bæði Kylian Mbappe (22) frá PSG og Erling Braut Haaland (20) frá Borussia Dortmund. (Marca)

Mbappe vill fá sömu laun og Neymar ef hann á að vera áfram hjá PSG. (Foot Mercato)

Barcelona hefur áhuga á að fá sænska framherjann Alexander Isak (21) frá Real Sociedad í sumar. (ESPN)

Óvíst er með framtíð bakvarðarins Matt Doherty (29) hjá Tottenham en Jose Mourinho er ekki viss um að hann geti staðið sig vel hjá félaginu. (ESPN)

RB Leipzig er tilbúið að selja austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer (26) í sumar en Tottenham hefur sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, vill ekki reka stjórann Steve Bruce. (Newcastle Chronicle)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segist hafa reynt að kaupa Luis Suarez (34) til PSG á sínum tíma en hann segist ekki hafa áhuga á leikmanninum í dag. (London Evening Standard)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hrifist mikið af Ben White (23) varnarmanni Brighton. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner