Það var nóg um að vera í Lengjubikarnum í kvöld, þar sem tveir leikir fóru fram í B-deild karla og tveir einnig í C-deildinni.
Í B-deildinni voru átján mörk skoruð, þar sem Árbær og KV gerðu 8-marka jafntefli á meðan Vængir Júpíters sigruðu gegn Elliða.
Árbær leiddi 1-0 í leikhlé gegn KV en seinni hálfleikurinn var sannkölluð flugeldasýning þar sem liðin skiptust á að skora.
Freyr Þrastarson var atkvæðamestur í viðureigninni og var staðan 3-3 þegar hann fullkomnaði þrennuna sína með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það var í fyrsta sinn í leiknum sem KV tók forystuna.
Freyr hélt að hann hefði skorað sigurmarkið þar, en Freyþór Hrafn Harðarson stal senunni einni mínútu síðar þegar hann jafnaði leikinn á ný fyrir Árbæinga, sem voru einungis tíu eftir inni á vellinum.
Árbær er með fjögur stig eftir þetta jafntefli en þetta er fyrsta stig KV, eftir stórt tap gegn Þrótti Vogum í fyrstu umferð.
Vængir Júpíters eru þá komnir með þrjú stig eftir 6-4 sigur gegn stigalausu botnliði Elliða. Þar var Daníel Smári Sigurðsson með tvennu fyrir Vængina á meðan Pétur Óskarsson setti tvennu fyrir Elliða.
Í C-deildinni mættust Ýmir og Hamar í fyrstu umferð á sama tíma og SR og Smári gerðu slíkt hið sama.
Ýmir hafði betur gegn Hamri á meðan SR og Smári skildu jöfn eftir fjöruga viðureign, þar sem lokatölur urðu 4-4.
Markús Pálmi Pálmason og Benedikt Svavarsson settu sitthvora tvennuna til að ná í stig fyrir SR.
Árbær 4 - 4 KV
1-0 Eyþór Ólafsson ('29 )
1-1 Freyr Þrastarson ('48 )
2-1 Agnar Þorláksson ('49 , Sjálfsmark)
3-1 Bjarki Sigfússon ('57 )
3-2 Jökull Tjörvason ('60 )
3-3 Freyr Þrastarson ('65 , Mark úr víti)
3-4 Freyr Þrastarson ('90 )
4-4 Freyþór Hrafn Harðarson ('91 )
Rautt spjald: Bjarki Sigfússon , Árbær ('80)
Vængir Júpiters 6 - 4 Elliði
1-0 Daníel Smári Sigurðsson ('16 )
1-1 Pétur Óskarsson ('23 , Mark úr víti)
1-2 Hlynur Magnússon ('35 )
2-2 Aron Heimisson ('42 )
3-2 Daníel Smári Sigurðsson ('45 )
4-2 Jónas Breki Svavarsson ('47 )
4-3 Daníel Steinar Kjartansson ('66 )
5-3 Anton Breki Óskarsson ('71 )
5-4 Pétur Óskarsson ('75 )
6-4 Almar Máni Þórisson ('90 )
Ýmir 2 - 1 Hamar
1-0 Arian Ari Morina ('3 )
2-0 Steingrímur Dagur Stefánsson ('27 )
2-1 Steinar Benóný Gunnbjörnsson ('44 )
SR 4 - 4 Smári
1-0 Markús Pálmi Pálmason ('25 )
1-1 Kári Snorrason ('37 , Mark úr víti)
2-1 Benedikt Svavarsson ('50 )
2-2 Reynir Thelmuson ('63 )
2-3 Sigurður Tómas Jónsson ('67 )
3-3 Markús Pálmi Pálmason ('81 )
3-4 Þorsteinn Már Höskuldsson ('84 )
4-4 Benedikt Svavarsson ('90 )
Athugasemdir