Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur R. fær sóknarmann úr háskólaboltanum (Staðfest)
Mynd: Þróttur R
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. var að krækja sér í kanadískan sóknarmann sem mun spila með meistaraflokki á komandi tímabili.

Leah Maryann Pais kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún var markahæsti leikmaður Pittsburgh áður en hún skipti yfir til Florida State University í fyrra, sem varð bandarískur háskólameistari.

Pais var notuð sem 'ofurvaramaður' bæði hjá Pittsburgh og Florida í háskólaboltanum, þar sem henni tókst að vera markahæsti í liði Pittsburgh þrátt fyrir að koma nánast eingöngu inn af bekknum.

Hjá Florida hélt hún áfram í svipuðu hlutverki nema að í stað þess að skora mikið, þá gaf hún góðar og mikilvægar stoðsendingar. Hún skoraði tvö mörk og gaf átta stoðsendingar á 867 mínútum í fyrra, þar sem hún kom við sögu í 22 leikjum en var aðeins þrisvar sinnum í byrjunarliðinu.

Leah gæti reynst mikilvægur liðsstyrkur fyrir Þrótt R. sem leikur í Bestu deild kvenna. Þróttarar enduðu í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, með 38 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner