
Guðrún Karítas Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki. Hann gildir út sumarið 2024.
Guðrún Karitas Sigurðardóttir framlengir samning sinn við Fylki.
Guðrún er 27 ára sóknarmaður, uppalin á Skaganum og spilaði með ÍA, auk þess sem hún hefur leikið með Stjörnunni, KR og Val.
Guðrún hefur spilað 199 KSÍ leiki og skorað í þeim 81 mörk. Auk þess sem hún hefur spilað 16 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 6 mörk.
Hún hefur verið að gera flotta hluti í Fylkisbúningnum í vetur en hún hefur skorað 15 mörk í 9 leikjum á undirbúningstímabilinu.
„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leik jafn reynslumikinn leikmann sem er staðráðin í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu." Segir í tilkynningu frá félaginu.