Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   sun 23. mars 2025 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Betis vill halda Antony á láni út næsta tímabil
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Betis er á leið í viðræður við Manchester United um að halda brasilíska vængmanninum Antony á láni út næsta tímabil.

Antony hefur verið algerlega framúrskarandi síðan hann kom til Betis á láni frá United í janúar.

Hann hefur komið að átta mörkum í La Liga og Sambandsdeildinni eftir að hafa gengið í gegnum dimma dali hjá United.

Spænski miðillinn ABC segir að Betis sé svo ánægt með spilamennsku Antony að það sé nú á leið í viðræður við United um að halda honum á láni í eitt tímabil til viðbótar.

Betis er tilbúið að greiða launapakka hans hjá United.

Antony hefur hjálpað Betis í baráttunni um Meistaradeildarsæti en liðið er átta stigum frá sætinu fyrir endasprettinn í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner