Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dagný í sigurliði - Hlín horfði á Leicester sigra gegn Maríu
Mynd: West Ham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Brighton
Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum í uppbótartíma er West Ham United lagði Tottenham að velli 2-0 í efstu deild enska kvennaboltans í dag.

Þetta er góður sigur fyrir West Ham sem siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, með 18 stig eftir 17 umferðir.

Hlín Eiríksdóttir var þá ónotaður varamaður er Leicester vann afar dýrmætan sigur gegn sterku liði Brighton. Leicester komst í þriggja marka forystu og urðu lokatölur 3-2.

María Þórisdóttir var í byrjunarliði Brighton en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Leicester er sex stigum frá fallsætinu eftir þennan sigur, með 15 stig. Brighton er í fimmta sæti með 22 stig.

Englandsmeistarar Chelsea unnu þá útileik gegn Manchester City, en liðin mætast einnig í Meistaradeild Evrópu þessa dagana.

Karolin skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og leiddu heimakonur í Manchester í leikhlé en Chelsea skipti um gír í síðari hálfleik. Meistararnir voru talsvert sterkari aðilinn og sköpuðu sér mikið af færum, sem skiluðu sér loks með sigurmarki á 91. mínútu eftir ítrekaðar tilraunir. Chelsea er með átta stiga forystu eftir þennan sigur. Stórveldið er enn taplaust í deildinni.

Manchester United vann þá þægilegan fjögurra marka sigur á útivelli gegn Aston Villa. Man Utd er í harðri baráttu við Arsenal um 2. sæti deildarinnar, þar sem liðin eru jöfn með 39 stig eftir 17 umferðir.

Man City 1 - 2 Chelsea
1-0 Karolin ('32)
1-1 Agnes Beever-Jones ('49)
1-2 Erin Cuthbert ('91)

Aston Villa 0 - 4 Man Utd
0-1 Elisabeth Terland ('22)
0-2 Elisabeth Terland ('31)
0-3 Grace Clinton ('45)
0-4 Leah Galton ('65)

West Ham 2 - 0 Tottenham

Leicester 3 - 2 Brighton

Athugasemdir
banner
banner