Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að stjórnartíð Thiago Motta hjá Juventus virðist vera komin á enda. Stjórnendur hafa misst trúna á þjálfaranum og ætla að skipta honum út.
Romano segir að Igor Tudor sé búinn að ræða við stjórn félagsins og hafi samþykkt samning sem gildir út tímabilið - með möguleika á eins árs framlengingu til júní 2026.
Aðrir fjölmiðlar á Ítalíu segja Roberto Mancini, fyrrum landsliðsþjálfara, vera búinn að gera samskonar samning við Juventus.
Motta er 42 ára gamall og var ráðinn inn til Juventus síðasta sumar eftir að hafa gert góða hluti með Bologna.
Tudor er 46 ára og var síðast við stjórnvölinn hjá Lazio í fyrra. Hann hefur meðal annars stýrt Marseille, Hajduk Split, Udinese og Galatasaray á þjálfaraferlinum.
Athugasemdir