Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 23. apríl 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Sölvi Geir: Spáin hefur ekkert að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Víkingur R. mætir 4. deildar liði KÁ.

„Þetta er varalið Hauka skilst mér og við erum Pepsi Max lið þannig að við eigum að klára þennan leik. Þetta er fínn dráttur fyrir okkur. Við vorum líka heppnir með drætti í fyrra," segir Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings.

Víkingur R. mætir á Origo völlinn að Hlíðarenda á föstudagskvöldið þegar liðið mætir Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta er bara gífurlega stórt próf fyrir okkur og bara gaman af því. Við erum spenntir og gíraðir fyrir þann leik. Okkur finnst við hafa verið að spila betur og við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik."

Sölvi hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og því lítið getað tekið þátt.

„Ég er búinn að æfa í tæpan mánuð og það er alveg nóg. Maður er búinn að vera svo lengi í þessu, það er aðallega hausinn sem þarf að vera fljótur að hugsa. Standið er fínt. Ég er búinn að spila þrjá æfingaleiki á þremur vikum. Þetta gengur vel."

Víkingum er spáð 11. sæti deildarinnar af sérfræðingum Fótbolta.net og þar með falli.

„Við ætlum okkur alls ekki að falla. Okkur var líka spáð falli í fyrra og þetta hefur ekkert að segja fyrir okkur. Við erum með ákveðin markmið og ætlum að halda okkur við þau."

Viðtalið við Sölva Geir má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner