Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 23. apríl 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Sölvi Geir: Spáin hefur ekkert að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Víkingur R. mætir 4. deildar liði KÁ.

„Þetta er varalið Hauka skilst mér og við erum Pepsi Max lið þannig að við eigum að klára þennan leik. Þetta er fínn dráttur fyrir okkur. Við vorum líka heppnir með drætti í fyrra," segir Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings.

Víkingur R. mætir á Origo völlinn að Hlíðarenda á föstudagskvöldið þegar liðið mætir Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta er bara gífurlega stórt próf fyrir okkur og bara gaman af því. Við erum spenntir og gíraðir fyrir þann leik. Okkur finnst við hafa verið að spila betur og við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik."

Sölvi hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og því lítið getað tekið þátt.

„Ég er búinn að æfa í tæpan mánuð og það er alveg nóg. Maður er búinn að vera svo lengi í þessu, það er aðallega hausinn sem þarf að vera fljótur að hugsa. Standið er fínt. Ég er búinn að spila þrjá æfingaleiki á þremur vikum. Þetta gengur vel."

Víkingum er spáð 11. sæti deildarinnar af sérfræðingum Fótbolta.net og þar með falli.

„Við ætlum okkur alls ekki að falla. Okkur var líka spáð falli í fyrra og þetta hefur ekkert að segja fyrir okkur. Við erum með ákveðin markmið og ætlum að halda okkur við þau."

Viðtalið við Sölva Geir má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner