Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 23. apríl 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Sölvi Geir: Spáin hefur ekkert að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Víkingur R. mætir 4. deildar liði KÁ.

„Þetta er varalið Hauka skilst mér og við erum Pepsi Max lið þannig að við eigum að klára þennan leik. Þetta er fínn dráttur fyrir okkur. Við vorum líka heppnir með drætti í fyrra," segir Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings.

Víkingur R. mætir á Origo völlinn að Hlíðarenda á föstudagskvöldið þegar liðið mætir Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta er bara gífurlega stórt próf fyrir okkur og bara gaman af því. Við erum spenntir og gíraðir fyrir þann leik. Okkur finnst við hafa verið að spila betur og við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik."

Sölvi hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og því lítið getað tekið þátt.

„Ég er búinn að æfa í tæpan mánuð og það er alveg nóg. Maður er búinn að vera svo lengi í þessu, það er aðallega hausinn sem þarf að vera fljótur að hugsa. Standið er fínt. Ég er búinn að spila þrjá æfingaleiki á þremur vikum. Þetta gengur vel."

Víkingum er spáð 11. sæti deildarinnar af sérfræðingum Fótbolta.net og þar með falli.

„Við ætlum okkur alls ekki að falla. Okkur var líka spáð falli í fyrra og þetta hefur ekkert að segja fyrir okkur. Við erum með ákveðin markmið og ætlum að halda okkur við þau."

Viðtalið við Sölva Geir má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner