Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 23. apríl 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Sölvi Geir: Spáin hefur ekkert að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Víkingur R. mætir 4. deildar liði KÁ.

„Þetta er varalið Hauka skilst mér og við erum Pepsi Max lið þannig að við eigum að klára þennan leik. Þetta er fínn dráttur fyrir okkur. Við vorum líka heppnir með drætti í fyrra," segir Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings.

Víkingur R. mætir á Origo völlinn að Hlíðarenda á föstudagskvöldið þegar liðið mætir Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta er bara gífurlega stórt próf fyrir okkur og bara gaman af því. Við erum spenntir og gíraðir fyrir þann leik. Okkur finnst við hafa verið að spila betur og við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik."

Sölvi hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og því lítið getað tekið þátt.

„Ég er búinn að æfa í tæpan mánuð og það er alveg nóg. Maður er búinn að vera svo lengi í þessu, það er aðallega hausinn sem þarf að vera fljótur að hugsa. Standið er fínt. Ég er búinn að spila þrjá æfingaleiki á þremur vikum. Þetta gengur vel."

Víkingum er spáð 11. sæti deildarinnar af sérfræðingum Fótbolta.net og þar með falli.

„Við ætlum okkur alls ekki að falla. Okkur var líka spáð falli í fyrra og þetta hefur ekkert að segja fyrir okkur. Við erum með ákveðin markmið og ætlum að halda okkur við þau."

Viðtalið við Sölva Geir má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir