Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim ætlar að hafna bæði Liverpool og West Ham
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Núna segir Record í Portúgal frá því að Ruben Amorim ætli að hafna bæði Liverpool og West Ham. Líklegast sé í augnablikinu að hann verði áfram hjá Sporting Lissabon.

Amorim hefur rætt við West Ham og þá hefur hann verið sterklega orðaður við Liverpool þar sem Jurgen Klopp er að hætta eftir tímabilið.

Amorim er 39 ára og hefur stýrt Sporting Lissabon síðan 2020. Hann gerði liðið að portúgölskum meistara 2021 og er með liðið á toppi deildarinnar í dag.

Ef hann endar á því að vera áfram hjá Sporting, þá þurfa Liverpool og West Ham að skoða aðra kosti. Enn er ekki útilokað að David Moyes verði áfram með West Ham.

Thomas Frank, stjóri Brentford, var í morgun orðaður við Liverpool en Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, og Arne Slot, stjóri Feyenoord, hafa einnig verið orðaðir við það stóra starf.
Athugasemdir
banner
banner
banner