Þriðja umferð Bestu deildar karla rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Vestra í Akraneshöllinni en Norðurálsvöllur þeirra Skagamanna er enn ekki leikfæri.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 2 Vestri
Skagamenn eru tilneyddir til þess að gera eina breytingu á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Haukur Andri Haraldsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið rauða spjaldið og kemur Ómar Björn Stefánsson inn í byrjunarliðið í hans stað.
Hjá Vestra er Davíð Smári Lamude ekki að breyta sigurliði en hann teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá síðasta deildarleik er liðið bar sigurorð af FH á Ísafirði. Með sigri getur Vestri tyllt sér á topp Bestu deildarinnar í það minnsta um stundarsakir.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir