Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 23. apríl 2025 20:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er sáttur með sigurinn og líka ánægður með frammistöðuna meirihluta leiksins. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur en mér fannst þetta vera mikið skref fram á við," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn KA í kvöld en það var jafnframt fyrsti deildarsigur Vals í sumar.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Við höfðum góða stjórn á leiknum og skoruðum góð mörk. Við vorum góðir bæði með og án bolta í dag og tókum góð skref fram á við varnarlega. Það er alltaf markmiðið að reyna að bæta frammistöður milli leikja."

Þar sem liðið spilaði heilt yfir mjög vel varnarlega í kvöld viðurkennir Túfa að það hafi verið pirrandi að ná ekki að halda hreinu. "Það var mjög pirrandi. Ég var að segja við strákana að ég væri að verða gráhærður að bíða eftir að við höldum hreinu. En við höldum áfram að leggja mikla vinnu í það."

Enn er verk að vinna þó fyrsti sigurinn sé kominn í hús. "Við þurfum meiri stöðugleika í því sem við erum að gera, bæði sóknarlega og varnarlega. Við erum aðeins búnir að breyta um leikstíl frá í fyrra og það tekur tíma til að það smelli. En við leggjum hart að okkur og við erum að bæta okkur."

Næst var hann spurður út í kaup Vals á Stefáni Gísla Stefánssyni sem Valur keypti frá Fylki á dögunum. "Eins og staðan er núna er hann bara búinn að ná einni æfingu með okkur. Við viljum láta hann koma aðeins betur inn í hlutina hjá okkur. Stefán er ungur og efnilegur strákur sem passar vel inn í hlutina hjá okkur og hvernig við erum að plana til lengri tíma."

Að lokum spurðum við svo hvort von væri á breytingum á liðinu áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. "Maður veit aldrei. Glugginn er alltaf lifandi og þú veist aldrei hvað kemur upp. Einhver getur farið eða eitthvað komið inn á borð sem er ekki hægt að segja nei við. Ég loka ekki á neitt fram á síðustu stundu."


Athugasemdir