Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 23. apríl 2025 20:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er sáttur með sigurinn og líka ánægður með frammistöðuna meirihluta leiksins. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur en mér fannst þetta vera mikið skref fram á við," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn KA í kvöld en það var jafnframt fyrsti deildarsigur Vals í sumar.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Við höfðum góða stjórn á leiknum og skoruðum góð mörk. Við vorum góðir bæði með og án bolta í dag og tókum góð skref fram á við varnarlega. Það er alltaf markmiðið að reyna að bæta frammistöður milli leikja."

Þar sem liðið spilaði heilt yfir mjög vel varnarlega í kvöld viðurkennir Túfa að það hafi verið pirrandi að ná ekki að halda hreinu. "Það var mjög pirrandi. Ég var að segja við strákana að ég væri að verða gráhærður að bíða eftir að við höldum hreinu. En við höldum áfram að leggja mikla vinnu í það."

Enn er verk að vinna þó fyrsti sigurinn sé kominn í hús. "Við þurfum meiri stöðugleika í því sem við erum að gera, bæði sóknarlega og varnarlega. Við erum aðeins búnir að breyta um leikstíl frá í fyrra og það tekur tíma til að það smelli. En við leggjum hart að okkur og við erum að bæta okkur."

Næst var hann spurður út í kaup Vals á Stefáni Gísla Stefánssyni sem Valur keypti frá Fylki á dögunum. "Eins og staðan er núna er hann bara búinn að ná einni æfingu með okkur. Við viljum láta hann koma aðeins betur inn í hlutina hjá okkur. Stefán er ungur og efnilegur strákur sem passar vel inn í hlutina hjá okkur og hvernig við erum að plana til lengri tíma."

Að lokum spurðum við svo hvort von væri á breytingum á liðinu áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. "Maður veit aldrei. Glugginn er alltaf lifandi og þú veist aldrei hvað kemur upp. Einhver getur farið eða eitthvað komið inn á borð sem er ekki hægt að segja nei við. Ég loka ekki á neitt fram á síðustu stundu."


Athugasemdir