Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 23. apríl 2025 20:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er sáttur með sigurinn og líka ánægður með frammistöðuna meirihluta leiksins. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur en mér fannst þetta vera mikið skref fram á við," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn KA í kvöld en það var jafnframt fyrsti deildarsigur Vals í sumar.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Við höfðum góða stjórn á leiknum og skoruðum góð mörk. Við vorum góðir bæði með og án bolta í dag og tókum góð skref fram á við varnarlega. Það er alltaf markmiðið að reyna að bæta frammistöður milli leikja."

Þar sem liðið spilaði heilt yfir mjög vel varnarlega í kvöld viðurkennir Túfa að það hafi verið pirrandi að ná ekki að halda hreinu. "Það var mjög pirrandi. Ég var að segja við strákana að ég væri að verða gráhærður að bíða eftir að við höldum hreinu. En við höldum áfram að leggja mikla vinnu í það."

Enn er verk að vinna þó fyrsti sigurinn sé kominn í hús. "Við þurfum meiri stöðugleika í því sem við erum að gera, bæði sóknarlega og varnarlega. Við erum aðeins búnir að breyta um leikstíl frá í fyrra og það tekur tíma til að það smelli. En við leggjum hart að okkur og við erum að bæta okkur."

Næst var hann spurður út í kaup Vals á Stefáni Gísla Stefánssyni sem Valur keypti frá Fylki á dögunum. "Eins og staðan er núna er hann bara búinn að ná einni æfingu með okkur. Við viljum láta hann koma aðeins betur inn í hlutina hjá okkur. Stefán er ungur og efnilegur strákur sem passar vel inn í hlutina hjá okkur og hvernig við erum að plana til lengri tíma."

Að lokum spurðum við svo hvort von væri á breytingum á liðinu áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. "Maður veit aldrei. Glugginn er alltaf lifandi og þú veist aldrei hvað kemur upp. Einhver getur farið eða eitthvað komið inn á borð sem er ekki hægt að segja nei við. Ég loka ekki á neitt fram á síðustu stundu."


Athugasemdir
banner