Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mið 23. apríl 2025 20:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er sáttur með sigurinn og líka ánægður með frammistöðuna meirihluta leiksins. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur en mér fannst þetta vera mikið skref fram á við," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn KA í kvöld en það var jafnframt fyrsti deildarsigur Vals í sumar.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Við höfðum góða stjórn á leiknum og skoruðum góð mörk. Við vorum góðir bæði með og án bolta í dag og tókum góð skref fram á við varnarlega. Það er alltaf markmiðið að reyna að bæta frammistöður milli leikja."

Þar sem liðið spilaði heilt yfir mjög vel varnarlega í kvöld viðurkennir Túfa að það hafi verið pirrandi að ná ekki að halda hreinu. "Það var mjög pirrandi. Ég var að segja við strákana að ég væri að verða gráhærður að bíða eftir að við höldum hreinu. En við höldum áfram að leggja mikla vinnu í það."

Enn er verk að vinna þó fyrsti sigurinn sé kominn í hús. "Við þurfum meiri stöðugleika í því sem við erum að gera, bæði sóknarlega og varnarlega. Við erum aðeins búnir að breyta um leikstíl frá í fyrra og það tekur tíma til að það smelli. En við leggjum hart að okkur og við erum að bæta okkur."

Næst var hann spurður út í kaup Vals á Stefáni Gísla Stefánssyni sem Valur keypti frá Fylki á dögunum. "Eins og staðan er núna er hann bara búinn að ná einni æfingu með okkur. Við viljum láta hann koma aðeins betur inn í hlutina hjá okkur. Stefán er ungur og efnilegur strákur sem passar vel inn í hlutina hjá okkur og hvernig við erum að plana til lengri tíma."

Að lokum spurðum við svo hvort von væri á breytingum á liðinu áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. "Maður veit aldrei. Glugginn er alltaf lifandi og þú veist aldrei hvað kemur upp. Einhver getur farið eða eitthvað komið inn á borð sem er ekki hægt að segja nei við. Ég loka ekki á neitt fram á síðustu stundu."


Athugasemdir
banner