
Sædís Rún Heiðarsdóttir leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna var besti maður vallarinns í 3-1 sigri Stjörnunar á Selfossi í 6. umferð Bestu deildadr kvenna.
„Mér fannst leikurinn bara mjög fínn, það kom þarna kafli sem við hefðum mátt gera kanski aðeins betur en heilt yfir fannst mér við bara vera mjög góðar."
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 Selfoss
„Mikilvægt að fá inn mörk þar sem við höfum kannski verið svolítið seinar að skora í seinustu leikjum en þrjú mörk er það ekki bara fínt?" sagði Sædís Rún
Sædís Rún stóð sig vel í leiknum og auk þess að vera dugleg bæði í vörn og sókn lagði hún upp síðastsa mark leiksins,
„Það er alltaf gott að koma með assist en ég meina Katrín gerði þetta vel að slidea sér þarna."
Viðtalið við Sædísi má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.