Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. maí 2022 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi í leikmannagalla í gær - „Hann dreymir um það allavega"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, sem lagði skóna á hilluna síðasta haust, var mættur aftur í leikmannahóp Víkings þegar liðið mætti Val í Bestu deildinni í gær.

Sölvi var í vetur ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings en var mættur í upphitunargallann í gær og tilbúinn að spila að sögn Arnars Gunnlaugssonar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Víkingur R.

„Hann dreymir um það [að spila í sumar] allavega. Hann er búinn að æfa vel og verður til taks. Mér fannst mikilvægt að hafa hann á bekknum uppá karakterinn og að drífa menn áfram," sagði Arnar í viðtali eftir leik í gær.

„Hann hefði alveg getað spilað 15-20 mínútur í dag ef sá gállinn hefði verið á honum en sem betur fer þurftum við ekki á því að halda. En já, það er eitthvað sem segir mér að hann muni spila einhverjar mínútur í sumar," sagði Arnar.

Möguleg skýring á frammistöðu Ingvars
Miðjumaðurinn Viktor Örlygur Andrason leysti stöðu miðvarðar í gær þar sem Oliver Ekroth og Halldór Smári Sigurðsson voru fjarverandi. Arnar var spurður út í varnarleikinn í gær.

„Varnarleikurinn var mjög góður miðað við að við erum með Viktor í hafsentinum og Kyle, sem er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, við hliðina á honum."

„Varnarlínan frá því í fyrra er bara farin. Halli er meiddur, svo ertu með Kára og Sölva [lögðu skóna á hilluna] og Atla Barkar [sem fór til Danmerkur]. Það er mögulega útskýring á því að Ingvar er búinn að vera ekki alveg líkur sjálfum sér í sumar en hann var mjög flottur í dag. Miðað við allar þessar breytingar þá var varnarlínan bara mjög sterk í dag."

Arnar Gunnlaugs: Menn eru ekkert alveg að drepast úr sjálfstrausti þessa dagana
Athugasemdir
banner