Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan tileinkar Mino Raiola Ítalíumeistaratitilinn
Mynd: Getty Images

Zlatan Ibrahimovic er aldursforseti í Ítalíumeistaraliði AC Milan, sem er yngsta meistaraliðið frá aldamótum. Hann spilaði ekki mikið á leiktíðinni en framlag hans var gríðarlega mikilvægt bæði innan og utan vallar.


Zlatan er fertugur og verður 41 árs í október en samningur hans við Milan rennur út í sumar. Hann mun líklega skrifa undir eins árs framlengingu við Ítalíumeistarana en eins og staðan er í dag hefur engin ákvörðun verið tekin. 

„Ég mun halda áfram að spila ef mér líður vel í líkamanum. Ég er búinn að glíma við mikið af meiðslum að undanförnu og mun taka ákvörðun á næstu dögum," sagði Zlatan eftir að Milan tryggði sér titilinn um helgina. Hann tileinkaði svo umboðsmanni sínum, hinum nýlega látna Mino Raiola, titilinn. „Þessi titill er fyrir Raiola. Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn án þess að hafa Mino mér við hlið."

Zlatan er mikill leiðtogi og hélt góða ræðu fyrir liðsfélagana að leikslokum sem má sjá hér fyrir neðan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner