Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 23. maí 2024 20:55
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Fjölni í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Léleg byrjun á seinni hálfleik auðvitað drepur okkur aðeins. Mér fannst þessi leikur nokkurnvegin jafn. Við erum að fá þarna rosalega sénsa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir og mörk breyta leikjum og allt það. Svo er bara augnabliks einbeitingarleysi í byrjun seinni hálfleiks og við komnir marki undir. Fáum svo þetta óheppilega mark númer tvö hjá okkur sem dró svo sem ekkert allan vind úr okkur. Þeir börðust strákarnir alveg hetjulega að reyna að rétta þetta af en þessar 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks gerðu þetta mjög erfitt."

Þórhallur Ísak markvörður Þróttara gerist sekur um svakaleg mistök í öðru marki Fjölnis. Þar sem hann ætlar að reyna að leika á Axel Frey, en Axel tekur bara af honum boltan og setur hann í opið markið.

„Auðvitað var hann alveg búinn að koma sér í stöðu til að sparka langt, við erum ekki að spila þetta þannig að markmaðurinn á að reyna að sóla sóknarmennina. Hann bara hljóp á sig og gerði mistök eins og allir gera. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því."

Þróttarar hafa aðeins fengið 1 stig úr fyrstu fjóru leikjunum. Nú er það verk Sigurvins að laga þá stöðu.

„Að mörgu leiti finnst mér í meiri partinum af þessum leikjum finnst mér þetta jafnir leikir úti á vellinum. En okkur vantar aðeins meira drápseðli í sóknarleiknum og svo þurfum við að þrýsta lukkuni aðeins okkur í vil í varnarleiknum og vera auðvitað meira vakandi þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner