Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 23. maí 2024 20:55
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Fjölni í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Léleg byrjun á seinni hálfleik auðvitað drepur okkur aðeins. Mér fannst þessi leikur nokkurnvegin jafn. Við erum að fá þarna rosalega sénsa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir og mörk breyta leikjum og allt það. Svo er bara augnabliks einbeitingarleysi í byrjun seinni hálfleiks og við komnir marki undir. Fáum svo þetta óheppilega mark númer tvö hjá okkur sem dró svo sem ekkert allan vind úr okkur. Þeir börðust strákarnir alveg hetjulega að reyna að rétta þetta af en þessar 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks gerðu þetta mjög erfitt."

Þórhallur Ísak markvörður Þróttara gerist sekur um svakaleg mistök í öðru marki Fjölnis. Þar sem hann ætlar að reyna að leika á Axel Frey, en Axel tekur bara af honum boltan og setur hann í opið markið.

„Auðvitað var hann alveg búinn að koma sér í stöðu til að sparka langt, við erum ekki að spila þetta þannig að markmaðurinn á að reyna að sóla sóknarmennina. Hann bara hljóp á sig og gerði mistök eins og allir gera. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því."

Þróttarar hafa aðeins fengið 1 stig úr fyrstu fjóru leikjunum. Nú er það verk Sigurvins að laga þá stöðu.

„Að mörgu leiti finnst mér í meiri partinum af þessum leikjum finnst mér þetta jafnir leikir úti á vellinum. En okkur vantar aðeins meira drápseðli í sóknarleiknum og svo þurfum við að þrýsta lukkuni aðeins okkur í vil í varnarleiknum og vera auðvitað meira vakandi þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner