Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 23. maí 2024 20:55
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Fjölni í Egilshöllinni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Léleg byrjun á seinni hálfleik auðvitað drepur okkur aðeins. Mér fannst þessi leikur nokkurnvegin jafn. Við erum að fá þarna rosalega sénsa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir og mörk breyta leikjum og allt það. Svo er bara augnabliks einbeitingarleysi í byrjun seinni hálfleiks og við komnir marki undir. Fáum svo þetta óheppilega mark númer tvö hjá okkur sem dró svo sem ekkert allan vind úr okkur. Þeir börðust strákarnir alveg hetjulega að reyna að rétta þetta af en þessar 10 mínútur í byrjun seinni hálfleiks gerðu þetta mjög erfitt."

Þórhallur Ísak markvörður Þróttara gerist sekur um svakaleg mistök í öðru marki Fjölnis. Þar sem hann ætlar að reyna að leika á Axel Frey, en Axel tekur bara af honum boltan og setur hann í opið markið.

„Auðvitað var hann alveg búinn að koma sér í stöðu til að sparka langt, við erum ekki að spila þetta þannig að markmaðurinn á að reyna að sóla sóknarmennina. Hann bara hljóp á sig og gerði mistök eins og allir gera. Við veltum okkur ekki mikið upp úr því."

Þróttarar hafa aðeins fengið 1 stig úr fyrstu fjóru leikjunum. Nú er það verk Sigurvins að laga þá stöðu.

„Að mörgu leiti finnst mér í meiri partinum af þessum leikjum finnst mér þetta jafnir leikir úti á vellinum. En okkur vantar aðeins meira drápseðli í sóknarleiknum og svo þurfum við að þrýsta lukkuni aðeins okkur í vil í varnarleiknum og vera auðvitað meira vakandi þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner