"Þetta er alveg tryllt," sagði Garðar Gunnlaugsson, hetja ÍA, eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 ÍA
Garðar skoraði bæði mörk Skagamanna, það fyrra úr víti, og það seinna á þriðju mínútu uppbótartíma.
"Ég veit ekki hvað ég var að pæla þegar ég skaut þessum bolta. Mér sýndist hann vera á leiðinni framhjá en boltinn endaði í netinu og það var mjög ljúft."
Þá segist hann ánægður með framlag liðsfélaga sinna í kvöld.
"Það er mitt hlutrverk að skora mörkin en strákarnir lögðu geggjaða vinnu í þennan leik í kvöld og við verðskuldum sigurinn."
Fyrra mark ÍA kom úr víti eftir að hendi var dæmt á Gunnar Þór Gunnarsson.
"Fyrir mér var þetta víti. Hann setti höndina fyrir ofan líkamann og boltinn fór í höndina."
Stóri bróðir Garðars, Arnar Gunnlaugsson, er kominn í þjálfarateymi KR: Garðar náði því að stríða bróður sínum í kvöld.
"Hann sagði fyrir leikinn að hann myndi drepa mig ef ég myndi skora, svo ég skoraði tvö," sagði Garðar ansi kátur í lokin."
Athugasemdir






















