Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júní 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Bruno verið skugginn af sjálfum sér á EM
Bruno Fernandes hefur oft verið betri
Bruno Fernandes hefur oft verið betri
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, segir að frammistaða Bruno Fernandes á Evrópumótinu hafi verið vonbrigði til þessa en hann ræðir þetta í viðtali við talkSPORT.

Portúgalska liðið hefur náð í þrjú stig úr fyrstu tveimur leikjunum en liðið þarf á stigi að halda í kvöld er það mætir Frökkum.

Bruno Fernandes, sem átti frábær tímabil með Manchester United og var þá öflugur í vináttuleikjunum fyrir EM, hefur verið skugginn af sjálfum sér á EM og aðeins tekist að skjóta einu sinni á markið.

„Portúgal, þegar þeir eru upp á sitt besta, geta unnið hvaða lið sem er," sagði Mourinho.

„En við þurfum að spila með ellefu leikmenn. Í þessum tveimur leikjum hefur Bruno Fernandes verið á vellinum en ekki spilað fótbolta."

„Vonandi mætir hann í leikinn gegn Frakklandi því hann er leikmaður með ótrúlega hæfileika. Hann getur sent boltann og skorað. Hann getur náð í víti og skorað úr þeim og svo getur hann líka skorað úr aukaspyrnum. Hann er með margt fram að færa en hann hefur því miður ekki verið til staðar í þessum tveimur leikjum."

„Portúgal er með þrjá magnaða sóknarmenn í Bernardo Silva, Cristiano Ronaldo og Diogo Jota. Við þurfum þessa tengingu en Bruno er bara ekki að spila,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner