

Pétur Rögnvaldsson þjálfari Gróttu í Lengjudeild kvenna var svekktur að hafa ekki tekið stigin þrjú á Seltjarnarnesi í kvöld eftir viðureign liðsins gegn HK þar sem lokatölur urðu 1-1. Gróttukonur voru manni fleiri síðustu 10 minúturnar.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 1 HK
„Við vorum undir í hálfleik og náum inn marki um miðbik seinni hálfleiks en svo kemur þetta rauða spjald og eftir það eru svona ákveðin vonbrigði hvernig við spiluðum úr því. Ég veit að tíminn var ekki langur en samt sem áður fannst mér leikurinn alveg galopnast í báða enda. Ég varð eiginlega ekkert var við að við værum einum fleiri þessar tíu mínútur sem við vorum það,“ sagði Pétur
Pétur segir grátlegt að hafa ekki tekið stigin þrjú í kvöld þrátt fyrir að hafa verið marki undir fram á 71. mínútu.
„Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ættum einn gír inni og ef við færum í hann þá myndum við af öllum líkindum vinna leikinn eða það fannst mér eftir fyrri hálfleikinn. Stelpurnar gerðu það en því miður þá laug ég. Við unnum ekki leikinn en við vorum grátlega nálægt því,“ sagði Pétur.
Hann segir að markmið liðsins fyrir fyrri hluta tímabilsins hafi verið að vera í efri hluta deildarinnar og það lítur ágætlega út eins og sakir standa þar sem liðið hefur 13 stig og er í 4. sæti deildarinnar.
„Við erum með markmið fyrir fyrri hluta tímabilsins og það er einn leikur eftir af því þannig að við ætluðum að vera í efri hlutanum þegar að fyrri hlutanum væri lokið og það er ennþá hægt, það er ennþá eitthvað sem við stefnum á til þess þurfum við líklega að vinna á miðvikudaginn á móti Fylki og svo ætluðum við bara að endurskoða okkar mál um miðbik móts,“ sagði Pétur að endingu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |