Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Snýr heim til Betis eftir fimm ár í Liverpool
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Adrián San Miguel er á leið til Real Betis á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Liverpool rennur út um mánaðamótin.

Adrián er 37 ára gamall og var varamarkvörður Liverpool í fimm ár, þar sem hann fékk að spila 26 leiki fyrir félagið.

Adrián er uppalinn hjá Real Betis og er því á leið aftur heim, þar sem hann ætlar að ljúka ferlinum.

Það var fyrir tíu árum síðan sem Adrián var keyptur til West Ham frá Real Betis. Hann spilaði 150 leiki fyrir félagið áður en hann skipti til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner