West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Clarke brjálaður: Hvernig var þetta ekki víti?
Mynd: EPA
Steve Clarke var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap Skotlands gegn Ungverjalandi í lokaumferð riðlakeppni EM.

Úrslitin þýða að Skotland er dottið úr leik, með eitt stig úr þremur umferðum, á meðan Ungverjar eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin.

Clarke var reiður út af dómaraákvörðun í leiknum, þar sem hann vildi fá dæmda vítaspyrnu þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Stuart Armstrong féll þá til jarðar innan vítateigs eftir að Willi Orban hljóp hann niður án þess að koma nálægt boltanum.

„Stærsta atvik leiksins var vítaspyrnan. Hvers vegna fengum við ekki dæmt víti? Ég þarf svar. Ég þarf að vita hvers vegna þetta er ekki vítaspyrna. Ég skil ekki hvernig VAR skerst ekki í leikinn þarna," sagði Clarke og hélt svo áfram. Hann ákvað að láta ekki allt flakka til að þurfa ekki að greiða sekt til UEFA. „Ég á til orð sem geta lýst tilfinningum mínum með þessa ákvörðun en mér líkar við peningana mína svo ég stoppa hér."

Sjáðu atvikið

Clarke segist ekki hafa talað við dómarann að leikslokum vegna þess að hann sá ekki tilganginn með því.

„Til hvers? Hann er frá Argentínu. Af hverju er þetta ekki evrópskur dómari? Ég skil ekki hvers vegna hann er að dæma hérna en ekki í sínu eigin landi.

„Fótboltaguðirnir voru ekki á okkar bandi í kvöld."

Athugasemdir
banner
banner
banner