Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   sun 23. júní 2024 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Væri Arteta að taka áhættu með því að kaupa Williams?
Mynd: EPA
Breski miðillinn Express fjallar um áhuga Arsenal á Nico Williams í dag. Williams hefur heillað marga með frammistöðu sinni á EM í sumar en hann var maður leiksins þegar Spánn vann Ítalíu 1-0 í 2. umferð riðlakeppninnar.

Williams verður 22 ára í næsta mánuði. Hann á að baki 16 landsleiki og 122 leiki fyrir Athletic Bilbao. Hann hefur skorað tvö mörk fyrir landsliðið og 20 fyrir Athletic.

Kantmaðurinn er með riftunarákvæði í samningi sínum sem hægt er að virkja með 43 milljóna punda tilboði. Arsenal og Chelsea eru sögð hafa augastöð á kappanum.

Í grein Express segir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sé að taka áhættu ef hann kaupir Williams. Það sé ekki vegna kaupverðsins, heldur sé Williams með háar launakröfur.

Sagt er að ef Williams færi til Arsenal þá yrði hann næstlaunahæstur í liðinu á eftir Kai Havertz og það sé eitthvað sem gæti komið upp kurr í leikmannahópnum.

Havertz er launahæstur hjá Arsenal með 14,5 milljónir punda í árslaun. Næstur á eftir er Gabriel Jesus og svo koma þeir Martin Ödegaard og Declan Rice.
Athugasemdir
banner
banner