Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 23. júlí 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Meslier keyptur til Leeds (Staðfest)
Franski markvörðurinn Illan Meslier er genginn í raðir Leeds United og búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Meslier kom til Leeds að láni í janúar og hefur reynst lykilmaður í titilbaráttunni. Leeds vann Championship deildina undir stjórn Marcelo Bielsa og mun spila í úrvalsdeildinni í haust, í fyrsta sinn síðan 2004.

Meslier er aðeins tvítugur og á leiki að baki fyrir U18, U19 og U20 landslið Frakka.

Meslier fékk aðeins fjögur mörk á sig í tíu deildarleikjum hjá Leeds og kostar félagið rétt rúmar 5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner