Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 17:47
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Kane bjargaði Tottenham gegn Rangers
West Ham gerði jafntefli við Luton og Bournemouth tapaði fyrir Bristol City
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það var nóg af æfingaleikjum sem fóru fram í dag og eru margir enn í gangi en hér fyrir neðan má sjá helstu úrslitin hingað til.


Harry Kane bjargaði Tottenham gegn spennandi liði Rangers þar sem nýi sóknarmaður skoska stórveldisins, Antonio Colak, skoraði eina markið í fyrri hálfleik.

Kane mætti grimmur í seinni hálfleikinn og skoraði tvennu á fyrstu ellefu mínútunum til að snúa stöðunni við. Meira var ekki skorað en Rangers hafði betur gegn West Ham í síðasta æfingaleik.

West Ham gerði óvænt jafntefli gegn Luton Town í dag eftir að Tomas Soucek kom Hömrunum yfir í fyrri hálfleik.

Leicester skipti þá leikmannahópi sínum í tvennt og fór með sigra af hólmi bæði gegn Derby County og Preston North End.

Rangers 1 - 2 Tottenham
1-0 Antonio Colak ('24)
1-1 Harry Kane ('50)
1-2 Harry Kane ('56)

Derby 1 - 3 Leicester
0-1 Kelechi Iheanacho ('55)
1-1 T. Barkhuizen ('65)
1-2 Patson Daka ('79)
1-3 Callum Wright ('87)

Preston 1 - 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy ('12)
0-2 Harvey Barnes ('18)
1-2 A. McCann ('49)

Luton 1 - 1 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('27)
1-1 Sonny Bradley ('90)

Wilfried Zaha setti svo tvennu í góðum sigri Crystal Palace gegn QPR á meðan Brighton sigraði gegn Reading og Bournemouth tapaði fyrir Bristol City.

Sterkt lið Juventus sigraði mexíkóska stórveldið Chivas de Guadalajara en það voru táningar sem skoruðu bæði mörkin og þá komst Kylian Mbappe á blað í sigri PSG gegn japanska félaginu Urawa Reds.

Stuttgart rúllaði yfir Valencia á meðan Celtic lagði Norwich að velli, Birmingham gerði jafntefli við Rayo Vallecano og Southampton tókst ekki að skora í jafntefli gegn Watford.

QPR 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze ('27)
0-2 Wilfried Zaha ('51)
0-3 Wilfried Zaha ('79, víti)

Reading 1 - 2 Brighton
0-1 Pascal Gross ('19)
0-2 Solly March ('47)
1-2 Y. Meite ('59, víti)

Bournemouth 0 - 1 Bristol City
0-1 Chris Martin ('49, víti)

Watford 0 - 0 Southampton

Juventus 2 - 0 Chivas
1-0 M. Da Graca ('10)
2-0 M. Compagnon ('80)

Urawa Reds 0 - 3 PSG
0-1 Pablo Sarabia ('16)
0-2 Kylian Mbappe ('35)
0-3 Arnaut Kalimuendo ('76)

Stuttgart 5 - 2 Valencia

Gladbach 1 - 1 Real Sociedad

Hoffenheim 3 - 2 Verona

Augsburg 2 - 3 Rennes

Celtic 2 - 0 Norwich

Birmingham 2 - 2 Rayo Vallecano

Barnsley 2 - 1 Sheffield Utd 

Strasbourg 3 - 3 Freiburg

Accrington Stanley 2 - 1 Sunderland

Swindon 2 - 4 Cardiff

Charlton 1 - 2 Swansea

Fleetwood 2 - 1 Dundee Utd

Hearts 2 - 1 Stoke

Lincoln 0 - 1 Blackburn

Millwall 1 - 1 Ipswich

Portsmouth 0 - 2 Coventry


Athugasemdir
banner