Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júlí 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solbakken fer til Roma eða Napoli í janúar
Mynd: EPA

Norski kantmaðurinn Ola Solbakken er eftirsóttur á Ítalíu og virtist vera að ganga í raðir AS Roma fyrir nokkrum vikum síðan.


Solbakken hefur enn ekki skipt um félag og virðist nú vera búinn að skipta um skoðun - hann vill frekar fara til Napoli.

Solbakken, sem verður 24 ára í september, mun klára norska tímabilið með Bodö/Glimt og flytja svo til Ítalíu á frjálsri sölu þegar samningur hans við Glimt rennur út um áramótin.

Fabrizio Romano segir Solbakken vera á leið til Napoli um áramótin en aðrir fjölmiðlar hallast enn að því að leikmaðurinn fari frekar til Rómar.

Solbakken á tvo A-landsleiki að baki fyrir Noreg.


Athugasemdir
banner
banner
banner