Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Sigrar hjá Forest og Leicester
Mynd: Getty Images
Mynd: Leicester
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag og í kvöld og komu tvö úrvalsdeildarlið við sögu, þar sem Nottingham Forest og Leicester City mættu til leiks og sigruðu gegn neðrideildaliðum.

Chris Wood og Callum Hudson-Odoi skoruðu í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Millwall á meðan Stephy Mavididi og Kasey McAteer sáu um markaskorunina fyrir Leicester gegn Shrewsbury Town. Ítalski varnarmaðurinn Caleb Okoli var í liði Leicester og gerði hann sjálfsmark, eina mark Shrewsbury, í 1-2 sigri.

Portúgölsku félögin Sporting CP og FC Porto unnu sína leiki gegn Sevilla og Sturm Graz.

Manchester City spilar lokaleik kvöldsins við skoska stórveldið Celtic.

Íslendingaliðin Norrby og AB Kaupmannahöfn unnu sína æfingaleiki í dag, gegn Jönköping og Brönshöj.

Nottingham Forest 2 - 1 Millwall
1-0 Chris Wood ('16)
2-0 Callum Hudson-Odoi ('53)
2-1 Aidomo Emakhu ('76)

Shrewsbury 1 - 2 Leicester
0-1 Stephy Mavididi ('26)
1-1 Caleb Okoli ('51, sjálfsmark)
1-2 Kasey McAteer ('52)

Sporting 2 - 1 Sevilla
1-0 Rodrigo Ribeiro ('15)
2-0 Trincao ('46)
2-1 Ramon ('86)
Rautt spjald: Ousmane Diomande, Sporting ('82)

Sturm Graz 0 - 2 Porto
0-1 Marko Grujic ('33)
0-2 Danny Namaso ('55)

Las Palmas 0 - 0 Al-Sadd

Norrby 2 - 0 Jonkoping

Bronshoj 0 - 1 AB Kaupmannahöfn

Athugasemdir
banner
banner