Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Anna Björk ekki meira með á árinu - Eignast barn eftir áramót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir mun ekki spila meira með Val í sumar þar sem hún á von á barni eftir áramót.

Anna Björk lék lykilhlutverk í varnarlínu Vals á fyrri hluta tímabils en hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok júní.

Anna er fædd 1989 og á 45 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, en hún lék meðal annars fyrir Le Havre og Inter áður en hún hélt heim til Vals.

Hún ólst upp hjá Stjörnunni en hefur einnig leikið fyrir Selfoss, Örebro, Bunkeflo og PSV Eindhoven á glæsilegum ferli.


Athugasemdir
banner
banner