Varnarmaðurinn Nathaniel Chalobah verður líklega seldur frá Chelsea í sumar og eru mörg úrvalsdeildarfélög áhugasöm.
Chalobah er 25 ára gamall og á hann fjögur ár eftir af samningi sínum við Chelsea, en það er ekki pláss fyrir hann í leikmannahópinum.
Chelsea er tilbúið til að selja Chalobah fyrir um 30 til 35 milljónir punda og eru félög á borð við Manchester United og West Ham áhugasöm.
Chalobah hefur í heildina spilað 80 leiki á þremur árum hjá Chelsea. Hann stóð sig einnig vel á láni hjá Ipswich Town, Huddersfield og Lorient á árunum frá 2018 til 2021.
Athugasemdir