Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Elías hélt hreinu - Dzeko með þrennu fyrir Mourinho
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru leikir fram í undankeppnum fyrir Meistaradeild og Sambandsdeild Evrópu fyrr í dag og í kvöld.

Þar varði Elías Rafn Ólafsson mark Midtjylland með sóma er Danirnir heimsóttu Santa Coloma til Andorra og unnu þægilegan sigur. Heimamenn í Santa Coloma áttu ellefu marktilraunir í leiknum og hæfðu þrjár þeirra rammann, en Elías Rafn stóð fyrir sínu á milli stanganna og hélt hreinu.

Midtjylland er því í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í forkeppni Meistaradeildarinnar, ekki ósvipað Malmö sem lagði KÍ frá Klaksvík, Færeyjum, að velli með fjórum mörkum gegn einu.

Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í hóp hjá Malmö í sigrinum en á sama tíma rúllaði Bodö/Glimt yfir RFS frá Lettlandi.

Lærlingar José Mourinho í liði Fenerbahce unnu sigur í sjö marka leik á útivelli gegn Lugano í Sviss, þar sem Edin Dzeko skoraði þrennu.

Þetta var fyrsti leikur Fenerbahce undir stjórn Mourinho.

Dynamo Kyiv rúllaði yfir Partizan frá Belgrad og má sjá önnur úrslit hér fyrir neðan.

Shamrock, sem sló Víking R. úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, tapaði heimaleik gegn Sparta Prag í kvöld. Víkingur R. spilar næst við albönsku meistarana í Egnatia og mætir annað hvort Virtus eða Flora í næstu umferð þar á eftir, með sigri gegn Albönunum.

Virtus og Flora gerðu markalaust jafntefli í kvöld.

Meistaradeildin:
Bodo-Glimt 4 - 0 Rigas FS
1-0 August Mikkelsen ('2 )
2-0 Ulrik Saltnes ('18 )
3-0 Oscar Forsmo Kapskarmo ('40 )
4-0 August Mikkelsen ('76 )

Panevezys 0 - 4 Jagiellonia
0-1 Jesus Imaz ('15 )
0-2 Jesus Imaz ('28 )
0-3 Jesus Imaz ('29 )
0-4 Kristoffer Hansen ('80 )

Lincoln 0 - 2 Qarabag
0-1 Juninho ('45 )
0-2 Toral Bayramov ('75 )

APOEL 1 - 0 Petrocub
1-0 Marquinhos ('38 , víti)

Malmo FF 4 - 1 KI Klaksvik
1-0 Lasse Berg Johnsen ('21 )
2-0 Hugo Bolin ('37 )
3-0 Lasse Berg Johnsen ('43 )
3-1 Arni Frederiksberg ('71 )
4-1 Soren Rieks ('85 )

Steaua Bucharest 1 - 1 Maccabi Tel Aviv
0-1 Dan Biton ('71 )
1-1 Joyskim Dawa ('76 )

Dynamo Kyiv 6 - 2 Partizan
0-1 Matheus Saldanha ('22 , víti)
1-1 Mykola Shaparenko ('40 )
2-1 Volodymyr Brazhko ('43 )
3-1 Oleksandr Karavaev ('45 )
4-1 Vladislav Kabaev ('55 )
4-2 Matheus Saldanha ('66 )
5-2 Denys Popov ('83 )
6-2 Oleksandr Pikhalyonok ('90 )

Ferencvaros 5 - 0 TNS
1-0 Adama Traore ('15 )
2-0 Adama Traore ('21 )
3-0 Kristoffer Zachariassen ('24 )
4-0 Adama Traore ('54 )
5-0 Marquinhos ('62 , víti)

UE Santa Coloma 0 - 3 Midtjylland
0-1 Franculino ('12 )
0-2 Osman Diao ('28 )
0-3 Aral Simsir ('63 )

Lugano 3 - 4 Fenerbahce
1-0 Ayman El Wafi ('4 )
1-1 Edin Dzeko ('45 , víti)
1-2 Edin Dzeko ('46 )
2-2 Uran Bislimi ('64 )
2-3 Edin Dzeko ('67 )
2-4 Ferdi Kadioglu ('74 )
3-4 Milton Valenzuela ('90 )

Shamrock 0 - 2 Sparta Prag
0-1 Veljko Birmancevic ('38 )
0-2 Tomas Wiesner ('65 )

Sambandsdeildin:
Differdange 1 - 0 Ordabasy
1-0 Jorge Monteiro ('37 )

Ballkani 0 - 0 Hamrun Spartans
0-0 Lindon Emerllahu ('20 , Misnotað víti)

Virtus 0 - 0 Flora
Athugasemdir
banner
banner