Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. ágúst 2019 09:34
Elvar Geir Magnússon
Bruce líklegastur til að vera rekinn
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, er líklegastur til að vera fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem verður rekinn á þessu tímabili.

Þetta er samkvæmt stuðlum veðbanka en Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var áður talinn líklegastur.

Oddschecker er með stuðulinn 4-1 að Bruce verði fyrstur látinn taka pokann sinn en Hodgson er með 9-2.

Eftir dapra byrjun á tímabilinu er Javi Gracia hjá Watford þriðji í röðinni og þar á eftir kemur Frank Lampard hjá Chelsea.

Það er pressa á Steve Bruce en Newcastle heimsækir Tottenham á sunnudag.

„Tottenham er virkilega gott lið. Við vitum vel að við þurfum að spila vel til að fá eitthvað úr okkar leikjum, miklu betur en við gerðum í síðasta leik," segir Bruce.
Athugasemdir
banner
banner
banner