fös 23. ágúst 2019 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Smith: Wesley búinn að jafna Salah!
Mynd: Getty Images
Kaupin á Wesley Moraes, sóknarmanni Aston Villa, hafa verið gagnrýnd að undanförnu en hann skoraði í 2-0 sigri gegn Everton fyrr í kvöld.

Eftir leikinn komu Dean Smith, John McGinn og Tyrone Mings sínum manni til varnar.

„Ég sagði í gær að Wes væri bara einu marki á eftir Mo Salah og þeir eru jafnir núna! Það eru líklega 14 sóknarmenn sem munu heimsækja Tottenham án þess að skora á tímabilinu. Hann er góður leikmaður sem við fylgdumst með í langan tíma áður en við keyptum til félagsins," sagði Smith, stjóri Villa, sem var stoltur af frammistöðu sinna manna.

„Það eru mörg félög sem eyddu ekki jafn miklum pening og við í sumar og þau vildu sjá okkur halda áfram að tapa. Það var vel gert hjá Wes að skora þetta mark og þagga niður í gagnrýnendum," sagði McGinn, sem er lykilmaður á miðjunni.

„Wes er ekki sú tegund af leikmanni sem hugsar um hvað fjölmiðlar segja um sig. Hann er ótrúlega erfiður viðureignar á æfingum, hann er frábær leikmaður og það mun gera góða hluti fyrir sjálfstraustið að vera búinn að skora," sagði Mings, sem kostaði 20 milljónir punda í sumar, að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner