Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 23. september 2018 16:40
Orri Rafn Sigurðarson
Gunnar Heiðar: Betra að hætta sem goðsögn
Leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
Gunnar Heiðar spilaði sinn síðasta leik á Hásteinsvelli.
Gunnar Heiðar spilaði sinn síðasta leik á Hásteinsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir ÍBV gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri ÍBV.

„Þetta var bara geggjað. Við byrjuðum ágætlega en missum aðeins dampinn þegar þeir skora þetta mark. Við tókum okkur saman í andlitinu í hálfleik og þeir ætluðu að gefa mér smá gjöf með því að enda með sigri og við gerðum það sem er extra sætt," sagði Gunnar Heiðar eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Stjarnan

Þessi ákvörðun kom mörgum á óvart en hvers vegna ákveður Gunni að leggja skóna á hilluna ?

„Þetta er búið vera fram og til baka á þessu tímabili en það er fínt að hætta bara núna, hætta sem goðsögn hjá klúbbnum og allir muna eftir góða tímanum."

„Ég fékk þá spurningu í morgun af hverju ég væri að hætta. Ég sagði að ég væri slæmur í bakinu þar sem ég væri búin að halda þessu liði á bakinu allan tímann," sagði Gunnar léttur. „En þetta er búið að vera frábær tími og á þeim tímapunkti þegar ég kem heim úr atvinnumennsku og koma heim í ÍBV aftur þá voru menn sem hlógu að þessu en ég er bara það mikill Eyjamaður að ég vildi ná í bikar með uppeldisfélaginu."

Ferillinn hjá Gunnari hefur verið frábær og henti hann í skemmtilega sögu frá ferlinum.

„Ég get sagt þér það að ég var að vinna í saltfiski hérna 2004, ári eftir er ég markahæstur í Svíþjóð og árið 2006 skora ég á móti Real Madrid og við vinnum þá 3-1 fyrir framan 45 þúsund manns. Ef ég hefði verið í saltfisknum þarna, einu og hálfu ári áður og dreymt þetta hefði enginn trúað þessu. En það er extra sætt að fá bikarmeistaratitiill með uppeldisfélaginu. Ég vil þakka öllum fyrir tímann minn hérna."

Hvað tekur samt við hjá Gunnari núna þegar fótboltaferillinn er á enda?

„Það er Bahamas," Sagði hann léttur að lokum ásamt því að plugga nýja fyrirtækinu sínu.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner