Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Kórdrengir of sterkir fyrir Selfoss
Albert Brynjar setti tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir 3 - 1 Selfoss
1-0 Albert Brynjar Ingason ('11)
2-0 Albert Brynjar Ingason ('28)
2-1 Hrvoje Tokic ('51)
3-1 Jordan Damachoua ('72)
Óskar Valberg Arilíusson, Selfoss ('81)

Kórdrengir tóku á móti Selfossi í toppslag 2. deildar og úr varð hörkuleikur.

Albert Brynjar Ingason kom Kórdrengjum yfir snemma leiks eftir slakan varnarleik Selfyssinga.

Kenan Turudija og Hrvoje Tokic komust nálægt því að jafna á næstu mínútum en inn vildi boltinn ekki og tvöfaldaði Albert Brynjar forystu heimamanna eftir hornspyrnu.

Tokic minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en Jordan Damachoua náði að tvöfalda forystu Kórdrengja á 72. mínútu. Skömmu síðar fékk Óskar Valberg Arilíusson að líta rauða spjaldið og brekkan ansi brött fyrir gestina.

Selfyssingar náðu ekki að skapa mikið meiri usla og niðurstaðan 3-1 sigur Kórdrengja, sem eru svo gott sem komnir upp í Lengjudeildina.

Kórdrengir eru með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Selfoss deilir öðru sætinu með Þrótti V. sem er með betri markatölu og kemur Njarðvík í fjórða sæti, einu stigi á eftir.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner